Hrútar frumsýnd í Laugabíó

0
431

Kvikmyndin Hrútar var frumsýnd í Laugabíói í Reykjadal nú í kvöld að viðstöddu fjölmenni, en um sérstaka boðsýningu var að ræða. Grímur Hákonarson leikstjóri og Grímar Jónsson framleiðandi sögðu að þeir vildu frumsýna myndina á heimavelli, í næsta nágrenni tökustaðanna og þakka öllum þeim Bárðdælingum og Þingeyingum sem aðstoðuðu þá við gerð myndarinnar.

Jón Friðrik Benónýsson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Teodór Júlíusson, Grímur Hákonarson, Sigurður Sigurjónsson og Grímar Jónsson fyrir utan Laugabíó í kvöld
Jón Friðrik Benónýsson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Theodór  Júlíusson, Grímur Hákonarson, Sigurður Sigurjónsson og Grímar Jónsson fyrir utan Laugabíó í kvöld

Eins og kunnugt er vann kvikmyndin Hrútar til Un Certain Regard verðlaun­ana í sam­nefnd­um flokki á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es fyrir tveimur dögum síðan og má því segja að hún hafi komið glóðvolg til sýningar í Laugabíói. Aðstandendum og leikurum var klappað lof í lófa að lokinni sýningu og var greinilegt að myndin féll í góðan jarðveg hjá áhorfendum. Meðfylgjandi myndir voru teknar á frumsýningunni í kvöld.

Bárðdælingar fjölmenntu á frumsýninguna
Bárðdælingar fjölmenntu á frumsýninguna

 

"Rauði" dregillinn var gerður úr nokkrum mislitum gærum
“Rauði” dregillinn var gerður úr nokkrum gærum mismunandi að lit
Tryggvi Höskuldsson á Mýri og Theodór  Júlíusson
Tryggvi Höskuldsson á Mýri með nikkuna og Teodór Júlíusson
Anna Sæunn Ólafsdóttir, Jón Friðrik Benónýsson og Sigurður Sigurjónsson
Anna Sæunn Ólafsdóttir, Jón Friðrik Benónýsson og Sigurður Sigurjónsson
Um 150 manns voru viðstaddir frmusýninguna
Um 150 manns voru viðstaddir frmusýninguna
Aðstandendur Hrúta fengu lófaklapp að lokinni sýningu
Aðstandendur og leikarar fengu lófaklapp að lokinni sýningu