
Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd 3. febrúar í Bandaríkjunum og óhætt er að segja að henni sé vel tekið vestan hafs. Á samantektarsíðuni Rotten Tomatoes er að finna umsagnir alls 43 bandarískra gagnrýnenda um Hrúta og er óhætt að segja að myndin sé hlaðin lofi en hún er með 98% skor sem stendur. Áhorfendur eru líka ánægðir með myndina en hún fær 82% í einkunn hjá þeim. Sjá hér
Alls voru 18 kvikmyndir frumsýndar í kvikmyndahúsum vestan hafs í síðustu viku og eru Hrútar á toppnum hvað dóma varðar og myndin er í sjöunda sæti á aðsóknarlistanum yfir kvikmyndir sem frumsýndar voru í síðustu viku.
Hrútar voru einnig frumsýndir í Bretlandi í síðustu viku og fá einnig góða dóma í fjölmiðlum þar samkvæmt því sem kemur fram á Klapptré.is
(Umfjöllunin um Hrúta hefst 10:45)