Hrútar Gríms Hákonarsonar vann í fyrrakvöld til tvennra verðlauna á Transilvania International Film Festival í Rúmeníu, sérstakra dómnefndarverðlauna og áhorfendaverðlauna.
Skemmst er að minnast verðlaunanna sem myndin hlaut í Cannes fyrir um tveimur vikum. Hrútar mun ferðast á fjölda hátíða fram eftir árinu. Vefurinn Klapptré.is segir frá
Hrútar halda góðum dampi í miðasölunni og nálgast nú átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi. 1.522 sáu myndina um helgina en alls 4.749 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 7.992 manns.
Myndin er í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi en var í fyrsta sæti fyrir viku. klapptré.is