Hreinsunarstarf hafið í Hverfjalli

0
78

Búið er að afmá að mestu ummerki, sem einhverjir spellvirkjar unnu í Hverfjalli nýlega. Eins og fram kom á 641.is í síðustu viku og í fleiri fjölmiðlum, máluðu einhverjir óprúttnir aðilar stóra stafi í gígbotn Hverfjalls í Mývatnssveit og var líklegast notuð olíumálning til verksins. Bergþóra Kristjánsdóttir starfsmaður Umhverfisstofnunar hefur við annan mann unnið að því undanfarna daga að afmá ummerkin.

Ummerkin horfin. Mynd Bergþóra Kristjánsdóttir.
Ummerkin horfin. Mynd Bergþóra Kristjánsdóttir.

Bergþóra sagðist í spjalli við 641.is, að spreyjað hefði verið með grárri málningu á starfina og síðan hefði verið mokað sandi og möl yfir og stærri steinum velt til. Hún mun svo fara með hrífu til að jafna til á svæðinu.

Að sögn Bergþóru hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort eða hvenær ráðist verði í ferkari aðgerðir á staðnum. Landeigendur í Grjótagjá munu sjá um að fjarlæjga ummerkin þar.

Spellvirkið er í rannsókn lögreglu og samkvæmt upplýsingum 641.is hefur lögregla grun um hver eða hverjir voru að verki.

Svona leit þetta út um daginn. Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir.
Svona leit þetta út um daginn. Mynd: Bergþóra Kristjánsdóttir.