Hraunsrétt í Aðaldal – Menningararfur og mannlegar tilfinningar

0
222

Veftímaritið Kreddur.is er rafrænt tímarit þjóðfræðinga og þjóðfræðinema í umsjón útgáfufélags þjóðfræðinema við Háskóla Íslands, sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á að koma á framfæri áhugaverðu þjóðfræðaefni.

Kreddur

Félagið var stofnað í febrúar 2013 og aðalmarkmið þess er að kynna á aðgengilegan hátt þær minni og stærri rannsóknir sem nemar og lengra komnir hafa unnið að. Þar má til dæmis nefna greinar upp úr námskeiðsritgerðum, skýrslum, hugleiðingum eða stærri rannsóknum. Ýmsar fróðlegar greinar er þar að finna og eftirfarandi grein er aðeins ein af mörgum áhugaverðum á vefnum.

Hraunsrétt í Aðaldal – Menningararfur og mannlegar tilfinningar.

“Á öðru ári í BA námi mínu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að fara að hugleiða hvaða ritgerðarefni ég vildi takast á við í BA verkefninu mínu. Ég átti nokkrar hugmyndir á blaði en sú sem varð fyrir valinu varð Hraunsrétt í Aðaldal. En af hverju Hraunsrétt?”, skrifar Sigurlaug Dagsdóttir meistarnemi í Þjóðfræði á Kreddur.is.

Hraunsrétt í Aðaldal. Mynd: Sigurlaug Dagsdóttir.
Hraunsrétt í Aðaldal. Mynd: Sigurlaug Dagsdóttir.

Hraunsrétt í Aðaldal hefur gengt persónulegu hlutverki fyrir mig sem Aðaldæling og dóttur fjárbónda. Á hverju hausti er réttardagurinn tilhlökkunarefni; að hitta kindurnar sínar aftur með fjallailminn í ullinni, taka þátt í að draga og sjá hvernig lömbin eru orðin allt aðrar skepnur en þær sem sendar voru á Þeistareykjarhálendið í júní nýliðins sumars og við horfðum á eftir labba inní fjallalandslagið með mæðrum sínum. Á réttunum hitti ég nágrannanna, gestir koma með okkur fjölskyldunni á réttina til þess að hjálpa til við að draga en líka til þess að taka þátt í gleðinni. Réttardagurinn er spennandi dagur sem markar upphaf haustsins og eitthvað sérstakt andrúmsloft fylgir þessum degi. Hann er hátíðlegur í mínum huga og þennan dag er skellt í pönnukökur eða vöfflur þegar heim er komið. Sem barn velti ég lítið fyrir mér umgjörðinni um réttardaginn, Hraunsrétt sjálfri, hún var sjálfsagður hluti af þessum degi. Það var ekki fyrr en ég varð eldri sem ég fór að gera mér grein fyrir að gamla, hlaðna réttin okkar var alls ekki sjálfsögð. Deilt hafði verið um hana í áratugaraðir. Faðir minn, Dagur Jóhannesson, hafði ásamt fleiri bændum innan sveitarinnar, beitt sér fyrir því að Hraunsrétt yrði áfram aðalskilarétt sveitarinnar en öðrum fjárbændum fannst hún barn síns tíma og ekki geta gengt hlutverki sínu sem rétt sem skyldi. Ég fylgdist með Hraunsréttardeilunni þegar hún stóð sem hæst í kringum aldamótin síðustu en ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, hve lengi þessi deila hefði staðið. En af hverju verður hlaðin, gömul rétt tilefni til svona mikils ágreinings?

Í ritgerðinni minni var tekist á við Hraunsréttardeiluna sem deilu um menningararf. Hraunsrétt er um 170 ára gömul, hlaðin úr hraungrýti og í kringum 1945 komst togstreitan um réttina fyrst á blað og sú togstreita stóð fram yfir aldamótin síðustu. Hluti fjárbænda í Aðaldal vildi halda í réttarstaðinn Hraunsrétt vegna sérstöðu réttarinnar og vegna þess að í huga þeirra hafði hún menningarlegt gildi en hluti fjárbænda vildi nýja rétt, betur staðsetta og úr þægilegra efni til viðhalds en hraungrýtishleðslur eru.

Lesa greinina alla á Kreddur.is

Fleiri greinar á Kreddur.is