Hótel Rauðaskriða fékk viðurkenningu á Degi íslenskrar náttúru

0
276

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti þann 16. september á Degi íslenskrar náttúru, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti en hana hlutu annars vegar hjónin Kolbrún Ulfsdóttir og Jóhannes Haraldsson á Hótel Rauðuskriðu í Aðaldal og hins vegar Stella Guðmundsdóttir í Heydal í Mjóafirði. Frá þessu segir á vef Umhverfis og auðlyndaráðaneytisins

Handhafar náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti ásamt ráðherra.
Handhafar náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti ásamt ráðherra.

Í rökstuðningi ráðherra vegna Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti kemur m.a. fram að þau Kolbrún og Jóhannes hafi komið Hótel Rauðuskriðu í gegn um strangt vottunarferli norræna Svansins fyrst íslenskra hótela og fyrsti gististaðurinn utan Reykjavíkur. Síðar hafi það fengið gullmerki Vakans, sem er umhverfis- og gæðavottunarkerfi ferðaþjónustunnar. Sterk hugsjón hafi drifið þau áfram og sé litið til Rauðuskriðu sem fyrirmyndarfyrirtækis í ferðaþjónustu í sveitum, ekki bara á Íslandi heldur einnig í umhverfisstarfi hótela á norrænum vettvangi. Skoða nána hér