Hótel Laxá í Mývatnssveit opnar

0
831

Hið stórglæsilega Hótel Laxá í Mývatnssveit hélt opnunarhátið í gærkvöldi að viðstöddu margmenni. Hótel Laxá stendur við Olnbogaás rétt við Gautlanda afleggjarann við þjóðveg nr.1 og er mjög víðsýnt þar yfir Mývatn og Mývatnssveit. Margrét Hólm Valsdóttir er hótelstjóri Hótels Laxár.

2010-03-23 02.38.27
Hótel Laxá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hótel Laxá er með 80 tveggja manna herbergjum og getur því hýst 160 gesti í einu. Byrjað var á hótelinu í lok september og er það nú tilbúið, aðeins níu mánuðum síðar, undir það að taka á móti fyrstu gestunum. Bygging hótelsins gekk mjög hratt og vel í vetur þó svo að ekki sé auðvelt að vinna við steypuvinnu að vetrarlagi í Mývatnssveit. Hótelherbergin komu í sér einingum og var þeim skipað upp á Húsavík og ekið á flutningabílum á áfangastað.

Að sögn Margrét Hólm Valsdóttur opnar hótelið formlega fyrir gesti 23 júní nk. og eru bókanir mjög góðar fyrir sumarið og bókanir fyrir september líta vel út. Að sögn Margrétar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hve lengi verður opið í haust, en ef við fáum verkefni í vetur verður opið.

Eigendur Hótel Laxár eru þeir Vilhjálmur Sigurðsson og Hjálmar Pétursson (Avis) ásamt Tryggingamiðstöðinni.

Hótel Laxá verður opið fyrir almenning til að skoðunar á morgun, laugardag, en fyrstu gestir hótelsins koma svo á mánudag, eins og áður segir.  Hótel Laxá.is

(Smella á myndir til að skoða stærri upplausn)

 

 

2010-03-23 00.15.02
Útsýnið frá hótelinu.
Margrét Hólm Valsdóttir hótelstjóri.
Vilhjámur Sigurðsson, Margrét Hólm Valsdóttir hótelstjóri og Hjálmar Pétursson
Herbergi á Hótel Laxá.
Herbergi á Hótel Laxá.
2010-03-23 00.14.38
Móttakan í Hótel Laxá