Hótel Laugar opnar

Nýr rekstraraðili tekur við

0
1187

Hótel Laugar opnaði formlega í gær mánudaginn 1. júní í húsnæði Framhaldsskólans á Laugum. Nýr rekstraraðili hefur tekið við rekstrinum af Fosshótel en hann heitir Baldur Guðnason og rekur hann tvö hótel fyrir á höfuðborgarsvæðinu.

Baldur Guðnason rekstraraðili og Freyr Baldursson hótelstjóri

Gestum var boðið á séstaka opnun á sumarhótelinu á Laugum í gær og greinilegt er að nýr rekstraraðili ætlar að reka hótelið í sumar af myndarskap og bjóða sínum gestum upp á jákvæða upplifun.

Að sögn Baldurs standa bókanir ágætlega fyrir sumarið og á hann von á að heldur bætist við bókanir þegar líður á sumarið. Á hótelinu eru 57 herbergi með baði, sem eru nýtt sem heimavistarherbergi fyrir nemendur á skólatíma Framhaldsskólans á Laugum.

Hótel Laugar

Frá opnun hótelsins í gær