Höskuldur að mala Sigmund Davíð

0
76

67,8 % aðspurðra vilja að Höskuldur Þórhallsson leiði framboðslista Framsóknarflokksins í könnun sem áhugahópur um oddvita Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi stóð fyrir og sagt er frá á vef Vikudags í dag.

Höskuldur Þórhallsson

11,8% sögðust vilja Sigmund Davíð Gunnlaugsson í oddvitasætið en 20,4% tóku ekki afstöðu. Capacent Gallup framkvæmdi könnunina sem náði til íbúa Akureyrar og nágrennis, úrtakið var 1080 manns á Akureyri og nágrenni og svarhlutfallið var 64,7%

Að sögn Vikudags fagna stuðningsmenn Höskuldar könnuninni en stuðningsmenn Sigmundar Davíðs segja óeðlilegt að kanna fylgið á afmörkuðu svæði. Vikudagur.is