Hólsvirkjun – Kynningarfundur í kvöld

0
198

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar til almenns kynningarfundar í Stórutjarnaskóla í kvöld mánudaginn 3. október n.k. kl. 20:00 þar sem kynntar verða hugmyndir að fyrirhugaðri Hólsvirkjun. Arctic Hydro ehf hyggst reisa 5,2 MW vatnsaflsvirkjun í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal.  Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.

Þingeyjarsveit stórtKynntar verða tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi, forsendur tillagnanna og umhverfismat.  Kynningin er haldinn skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fulltrúar frá Arctic Hydro og Eflu verkfræðistofu munu kynna virkjunaráformin og sitja fyrir svörum.