Hlýnar í bili – Frystir í næstu viku

0
65

Veðurstofan spáir hlýnandi veðri um helgina með suðlægum áttum. Hægri breytilegri átt og léttskýjuðu veðri er spáð á morgun og hitinn verður 3 til 10 stig. Á laugardag er spáð sunnan og suðaustanátt og það verður víða léttskýjað á N- og A-landi, með 6 til 13 stiga hita.

Sunnudagurinn 19. maí
Spákort fyrir sunnudaginn 19. maí. Skjáskot af vedur.is

 

Á Hvítasunnudag er spáð suðlægi átt,  bjartviðri á NA-verðu landinu með hita 5 til 16 stig og það verður hlýjast á NA-landi.
Veðrið á annan í hvítasunnu verður svipað, gangi spáin eftir.

 

 

 

 

Í næstu viku snýst í norðlæga átt aftur með kólnandi veðri. Samkvæmt Norsku veðurspánni er gert ráð fyrir norðanátt, snjókomu og vægu frosti á miðvikudag og fimmtudag, áður en hlýnar aftur á föstudag.

Spáin 22 maí. Skjáskot af vedur.is
Spáin 22 maí. Skjáskot af vedur.is

 

Oft hafa sunnanáttir og þokkaleg hlýindi einkennt fyrri hluta maí-mánaðar. Breytingin þetta árið er þó sú að varla hefur verið hægt að tala um að vorið hafi verið komið og það stefnir allt í það að þriðja vorið í röð geri maí-hret á tímabilinu 20-25 maí

Það eru því fastir liðir eins og venjulega….