Hjörleifur sigurvegari Framsýnarmótsins í skák

0
288

Hjörleifur Halldórsson SA vann sigur á hinu árlega Framsýnarmóti í skák sem fram fór á Húsavík um helgina. Hjörleifur fékk 5,5 vinninga af 7 mögulegum. Jan Olav Fivelstad TR. varð annar með 5 vinninga og Karl Egill Steingrímsson SA varð þriðji með 4,5 vinninga.

Sigurður Daníelsson var efstur heimamanna með 4,5 vinninga, Rúnar Ísleifsson var annar með 4 og Smári Sigurðsson og Hermann Aðalsteinsson fengu 3,5 vinninga. Kristján Ingi Smárason vann sigur í unglingaflokki með 1,5 vinninga.

Lesa má nánar um mótið hér.