Hjólbörur henta vel sem „barnavagn.“

0
386

Á sumrin bera kýrnar stundum úti . Þegar vel gengur geta kálfarnir gengið heim til mjalta með mæðrum sínum, ef þeir eru komnir á fót og orðnir þurrir.  Ekki er það alltaf þannig og þegar þeir eru ennþá blautir og alveg nýfæddir þarf að grípa til annarra ráða með heimferðina.

Hjólbörukálfur kálfur og kýr
Kálfurinn komin í hjólbörurnar

 

Hjólbörur geta ágætlega nýst sem nokkurskonar „barnavagn“ og ferðin heim í fjós verður mun auðveldari.  Kýrin Flóra bar langt úti í haganum í gær (6/9) og þegar kom að kvöldmjöltum var kálfurinn ennþá blautur og ekki tilbúinn til ferðalaga. Þá var gott að hafa hjólbörur og lét Flóra sér vel líka ferðamátinn, en hafði góðar gætur á nýfæddu kvígunni sinni sem hún var búin að pússa og þvo. (Mynd og texti Atli Vigfússon)