Hjálmar Bogi leiðir lista Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

0
365

Á fjölmennum aukaaðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga í morgun var B – listi Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi samþykktur samhljóða vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Í tilkynningu segir að við uppstillingu á listann hafi verið m.a. lögð áhersla á reynslu og fjölbreytni, kyn, aldur og menntun. Listann skipa átta konur og tíu karlar og meðalaldur rúmlega 40 ár.

Efsta stætið skipar Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri. Hrund Ásgeirsdóttir bóndi og kennari annað sæti og Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi það þriðja.

Bylgja Steingrímsdóttir, Heiðar Hrafn Halldórsson, Eiður Pétursson og Lilja Skarphéðinsndóttir koma þar á eftir.

1. sæti: Hjálmar Bogi Hafliðason
2. sæti: Hrund Ásgeirsdóttir
3. sæti: Bergur Elías Ágústsson
4. sæti: Bylgja Steingrímsdóttir
5. sæti: Heiðar Hrafn Halldórsson
6. sæti: Eiður Pétursson
7. sæti: Lilja Skarphéðinsdóttir
8. sæti: Aðalgeir Bjarnason
9. sæti: Hróðný Lund
10. sæti: Sigursveinn Hreinsson
11. sæti: Gísli Þór Briem
12. sæti: Jana Björg Róbertsdóttir
13. sæti: Unnsteinn Ingi Júlíusson
14. sæti: Eva Matthildur Benediktsdóttir
15. sæti: Sigríður Benediktsdóttir
16. sæti: Jónas Þór Viðarsson
17. sæti: Áslaug Guðmundsdóttir
18. sæti: Gunnlaugur Stefánsson