Hittu Lech Wałęsa í Gdansk

0
374

Systkinin Jakub Piotr Statkiewicz og Olivia Statkiewicz frá Laugum í Reykjadal hittu Lech Walesa fyrrverandi forseta Pólands og verkalýðsleiðtoga í Gdansk í Póllandi í dag, þar sem þau eru stödd í sumarfríi ásamt foreldurm sínum.

“Við Olivia systir mín vorum að skoða NSZZ solidarnosc safnið i Gdansk og þegar við vorum að fara út hittum við vinkonu frænku minnar sem vinnur á ríkisútvarpinu en hún var að gera frétt um hann. Hún sagði okkur að Walesa væri á skrifstofunni hennar. Hún spurði okkur hvort við vildum hitta hann. Við biðum fyrir utan i hægindastólum eftir honum. Svo kom hann út og við fengum spjall við hann og tókum myndir” sagði Jakub Piotr í spjalli við 641.is í dag.

 

Jakub og Lech Walesa
Jakub og Lech Walesa
Olivia og Lech Walesa
Olivia og Lech Walesa

Lech Walesa var leiðtogi verkalýðsfélagsins Samstöðu og forseti Póllands frá 22. desember 1990 til 23. desember 1995. Árið 1983 hlaut Lech friðarverðlaun Nóbels. Danuta kona Lechs tók við Friðarverðlaunum Nóbels að honum fjarstöddum. Andvirði verðlaunanna ánafnaði hann Samstöðu. Lech starfaði sem rafvirki í Lenín Skipasmíðastöðinni í Gdansk frá árinu 1967 til 1976 og aftur í nokkra mánuði árið 1980.( Heimild: Wikipedia)