Hin árlega Þönglabakkamessa verður 24. júlí

0
133

Kæra sóknarfólk í Laufásprestakalli og landsmenn allir! Nú skal minnt á árlega Þönglabakkamessu 24. júlí næstkomandi. Hún hefst kl. 14.00. Búið er að opna fyrir umferð út í Fjörður og hægt að keyra að Tindriðastöðum (reiknað með 90 mín) og ganga yfir í Þorgeirsfjörð c.a. ganga í klst. Þá er líka hægt að taka bátinn Knörrinn sem fer frá Grenivík kl. 10.00 og siglir fyrir Gjögurtá og í Þorgeirsfjörð (dásamleg upplifun). Sigling kostar 8000 kr. á mann og 4000kr. fyrir 6-15 ára (jafnvel hvalir á leiðinni). Knörrinn tekur 35 manns. Frá þessu segir í tilkynningu.

Knörrinn
Knörrinn

 

Endilega sendið Laufásklerki sem fyrst pantanir á bolli.petur.bollason@gmail.com

Söngvaskáldið Svavar Knútur syngur við messuna m.a. Næturljóð úr Fjörðum. Hjónin Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller flytja samtalsprédikun og þjóna við athöfn. Kleinukaffi að lokinni stund. Verið öll hjartanlega velkomin og Frelsarinn gefur svo veðrið blítt.