Hið árlega jólasveinabað Jólasveinana í Dimmuborgum er á laugardaginn

0
241

Laugardaginn 13. desember kl. 17 ætla Jólasveinarnir í Dimmuborgum að fara í sitt árlega jólabað í Jarðböðunum við Mývatn. Bræðurnir eru nú misglaðir með þessa hefð og því um að gera fyrir alla að mæta og taka þátt í fjörinu. Sama dag verður markaðsdagur í Jarðböðunum við Mývatn frá kl. 14-18. Þar verður í boði ýmislegt sem tilvalið er að setja í jólapakkann.

Jólasveinarnir baða sig
Jólasveinarnir baða sig

Fjölbreytt dagskrá um helgina í Mývatnssveit

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Mývatnssveit næstu helgi. Gestir geta heimsótt Fuglasafnið og hlustað á aðventutónleika Krossbandsins eða tekið þátt í Aðventuhlaupi IMS.

Veitingastaðir bjóða upp á girnilegar veitingar. Hægt verður að bragða á þjóðlegu jólasveinakaffihlaðborði og árbít (brunch) í Vogafjósi, gæða sér á kofareiktum jólasperðlum Kjötkróks eða jólaböku og bakkelsi í Kaffi Borgum. Fjölskyldujólahlaðborðin á Sel-Hótel Mývatni verða einnig á sínum stað. Dyngjan handverkshús verður opin alla helgina frá kl. 14-17.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum á Hallarflötinni í Dimmuborgum alla daga frá kl. 13-15 til áramóta. Grýlusjóður verður á sínum stað þar sem gestir eldri en 18 ára greiða 1.000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á www.visitmyvatn.is