Hið árlega jólabað Jólasveinana í Dimmuborgum

0
301

Það er óhætt að segja að nóg sé um að vera í Mývatnssveit töfralandi jólanna. Jólasveinarnir í Dimmuborgum mæta í sitt árlega jólabað í Jarðböðunum við Mývatn laugardaginn 14. desember kl. 17.  Þeir eru nú misglaðir bræðurnir með þessa hefð og því um að gera fyrir alla að mæta og taka þátt í fjörinu! Sama dag verður Markaðsdagur í Jarðböðunum við Mývatn frá kl. 12-18.

Jólasveinabaðið
Jólasveinabaðið

Dyngjan handverkshús verður opin um helgina, jólaratleikur í Dimmuborgum, aðventuhlaup, þjóðlegt jólasveinakaffihlaðborð og árbítur (brunch) í Vogafjósi, fjölskyldujólahlaðborð á Sel-Hótel Mývatni, lesmessa í Skútustaðakirkju, hádegis-jóladiskur fyrir fjölskylduna í Kaffi Borgum og aðventutónleikar Krossbandsins í Fuglasafninu.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum á Hallarflötinni í Dimmuborgum alla daga frá kl. 13-15. Grýlusjóður verður á sínum stað þar sem gestir eldri en 18 ára greiða 1.000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á www.visitmyvatn.is og hér: Aðventudagskrá 2013

IMG_2460