Heymiðlun fyrir bændur á Norðurlandi

0
99

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) hefur tekið saman upplýsingar fyrir bændur á norðurlandi, um framboð á heyi og hvert þeir eiga að snúa sér til þess að verða sér út um hey.  Allmargir bændur á Suður- og Vesturlandi hafa látið vita um hey sem þeir hafa til sölu. Það er í ýmsum gæðaflokkum, allt frá því að vera þokkalegt hestahey og í að vera gott kúa- og sauðburðarhey.

RML

Upplýsingar um framboð á heyi geta bændur nálgast hjá RML, en Ingvar Björnsson ráðanautur mun hafa umsjón með þessari heymiðlun eftir því sem þarf.

Þeir ráðanautar sem starfa að þessum málaflokki á Norður- og Austurlandi eru:

Eiríkur Loftsson; sími 455-7100 / el@rml.is
Ingvar Björnsson; sími 460-4477 / ib@rml.is
Guðmundur Helgi Gunnarsson; sími 460-4477 / ghg@bugardur.is
María Svanþrúður Jónsdóttir; sími 464-2491, gsm 894-7375 / msj@rml.is
Sigurður Þór Guðmundsson; gsm 895-0833 / sthg@rml.is
Guðfinna Harpa Árnadóttir; sími 471-1226, gsm 863-3648 / gha@rml.is
Anna Lóa Sveinsdóttir; sími 471-1226, gsm 866-7159 / als@rml.is

“Þessi vetur er orðinn með fádæmum langur og erfiður á svo margan hátt. Mikilvægt er að við stöndum öll saman um það að vinna okkur fram úr vandanum og verkefnunum. Við hvetjum ykkur bændur því til að hafa samband ef við getum orðið að liði” kemur ma. annars fram í bréfi sem bændur á norðurlandi fengu í morgun.