Héraðsmót HSÞ í sundi 13. okt

0
104

Héraðsmót Sunddeildar Völsungs / Sundnefndar HSÞ verður haldið í sundlauginni á Laugum laugardaginn 13. október.

Upphitun byrjar kl.10:00 – en sjálft sundmótið hefst um kl. 11:00. Keppt verður í 25m frjálsri aðferð, 50m og 100 m greinum, þ.e.a.s. skrið, bringa, flug, bak og fjórsundi.

Einnig verður keppt í boðsundi ef að næg þátttaka fæst í þau.
Mótið er öllum opið, líka þeim sem ekki æfa sund.
Skráning er hjá Ellu, á netfangið ellasi@simnet.is 
fyrir kl.18.00 fimmtudaginn 11. október n.k.