Héraðsmót HSÞ í skák fer fram á miðvikudagskvöld

0
73

Héraðsmót HSÞ í skák 2014 (fullorðinsflokkur) fer fram í Framsýnarsalnum á Húsavík nk. miðvikudagskvöld 30 apríl og hefst mótið kl 20:30. Þó svo að um sé að ræða fullorðinsmót mega börn og unglingar taka þátt líka en ekki verða veitt verðlaun fyrir U-16 ára þar sem hérðasmótið fyrir þann aldursflokk fór fram í nóvember sl.

HSÞ
HSÞ

 

Tímamörk 10 mín +5 sek á leik.
Umferðafjöldi fer eftir þátttöku, en þó ekki fleiri en 7 umferðir.

Þátttökugjald er krónur 500.

Skráning í mótið er hjá formanni í síma 4643187 …8213187 eða með tölvupósti á lyngbrekku@simnet.is