Héraðsmót HSÞ í skák á sunnudag

0
138

Héraðsmót HSÞ í skák í flokki fullorðina verður haldið sunnudaginn 24. september kl 14:00  í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík. Tefldar verða 7 umferðir eftir monradkerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín á mann að viðbættum 5 sek á hvern leik.

Þátttökugjald er 500 kr á keppanda og er mótið opið fyrir alla áhugasama. Börnum og unglingum 16 ára og yngri er heimil ókeypis þátttaka í mótinu, en Héraðsmót HSÞ fyrir 16 ára og yngri verður haldið í nóvember.

 

 

Mótið verður reiknað til FIDE atskákstiga. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin og veittur verður farandbikar að auki fyrir sigurvegarann. Sjá nánar hér

Smellið hér til að skrá ykkur í mótið.