Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu 14 ára og yngri á Þórshöfn

0
104

Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu 14 ára og yngri innanhúss verður haldið á Þórshöfn á Langanesi laugardaginn 17. nóvember 2012. Keppt verður í 4. flokki, 5. flokki, 6. flokki og 7. flokki í blönduðum liðum. Leyfilegt er að keppa upp fyrir sig.

Ekki er nauðsynlegt að vera í liði til að taka þátt, heldur geta einstaklingar skráð sig og liðin verða búin til á staðnum.

Þátttaka tilkynnist í síðasta lagi föstudaginn 9. nóvember á netfangið thorsteinna@simnet.is eða í síma 847-6992. Þá skal einnig tilkynnt hvort fólk vill gistingu.

 

 

Þátttökugjald er 1.500 kr. á keppanda. Innifalið í því er gisting í skólahúsnæði, bíósýning á föstudagskvöldi, mótsgjald, og pylsur með tilheyrandi í mótslok. Þátttökugjaldið greiðist í síðasta lagi við upphaf móts.

Umf. Langnesinga býður ykkur hjartanlega velkomin!