Framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng hófust í byrjun þessa mánaðar. Í gær var svo sprengt í fyrsta sinn. Þá var verið að sprengja fyrir vegi að fyrirhugðum gangamunna. Í sprenginguna var notað um 1700 kíló af sprengiefni sem losuðu 3500 rúmmetra, sem eru líklega um 350 vörubílahlöss af grjóti.
Grjótið sem til fellur verður síðan nýtt á flugvellinum til landfyllingar. Íbúar á Akureyri, sérstaklega þeir sem voru utandyra, gátu vel heyrt í sprengingunni, sem var um átta leitið í gærkvöldi. Það er verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson sem sér um þennan hluta framkvæmdanna. n4.is
Hér má sjá sprenginguna á youtube.com