Helgihald á páskum og föstuganga 2014.

0
61

Fréttatilkynning:

Föstudagurinn langi. Föstuganga í Laufás. Lagt af stað frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00. Lesið úr píslarsögu við upphaf göngu. Björgunarsveitin Þingey vaktar gönguna. Súpa og brauð til sölu í þjónustuhúsinu í Laufási við komu.

Tónleikar í Laufáskirkju kl. 14.30. Hjónin Ívar Helgason og Margrét Árnadóttir kalla fram ljúfa tóna.

Í Laufás á deginum langa

liggur vor för með lið.

Hin árvissa föstuganga

og Frelsarinn þér við hlið.

(BPB)

Páskar Laugardagur 19. apríl Páskaguðsþjónusta með fermingu í Þorgeirskirkju kl. 14.00 Fermingarbörn: Arnar Freyr Ólafsson Fljótsbakka, Eyþór Kári Ingólfsson Úlfsbæ og Guðný Jónsdóttir Staðarfelli.

Sunnudagur 20. apríl Páskaguðsþjónusta í Lundarbrekkukirkju kl. 14.00. Páskaguðsþjónusta í Hálskirkju kl. 16.00 Jónína Ólafsdóttir guðfræðinemi prédikar.

Gleðilega páskahátíð!

Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.
Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.