Heimsókn forseta Íslands til sauðfjárbænda á Norðurlandi

0
110

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu í gær og í dag, sauðfjárbændur í Þingeyjarsýslu, Skagafirði og Húnaþingi sem glímt hafa við afleiðingar veðuráhlaupsins í vetrarbyrjun og háð harða baráttu við að ná fé úr fönn. Margir hafa misst verulegan hluta bústofns síns.

Fundað um afleiðingar septemberillviðrisins á Húsavík.
Ljósmynd: Heiðar Kristjánsson.

Heimsóknin hófst í gærmorgun á Húsavík á fundi í aðgerðamiðstöð sýsluskrifstofunnar á Húsavík með sýslumanninum Svavari Pálssyni og fulltrúum Landsbjargar, Rauða krossins og Samstarfshóps um áfallahjálp og fulltrúum fleiri aðila sem tóku saman höndum til að aðstoða bændur við að bjarga fé í kjölfar ofsaveðursins í byrjun september.

Meðal annars var rætt að mikilvægt var að aðstoða fjölskyldur og íbúa til sveita vegna þess álags sem hamförunum fylgdi. Á fundinum voru einnig Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sömu samtaka. Meginlærdómur aðgerðanna var að hin öflugu tengsl við marga þætti samfélagsins væri lykillinn að því að lögregla og aðrar opinberar stofnuanir gætu náð árangri í glímunni við afleiðingar slíkra hamfara.

Forsetinn ræðir vð nemendur í Reykjahlíðarskóla.
Mynd af vef Reykjahlíðarskóla.

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá Húsavík héldu forsetahjónin í Reykjahlíðarskóla við Mývatn og eftir hádegið heimsóttu þau bændur á Skútustöðum II og í Baldursheimi.

Fleiri myndir frá heimsókninni má skoða á vef Reykjahlíðarskóla.

Úr fjósinu á Skútustöðum. Dorrit forsetafrú gefur nýfæddum kálfi mjólk 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gestum boðið til stofu á Skútustöðum II.
Úr fjárhúsunum í Baldursheimi.
Góðar móttökur hjá bændum í Baldursheimi. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag heimsóttu forsetahjónin bændur á Brúnastöðum og Þrasastöðum í Fljótum í Skagafirði og Grunnskólann austan Vatna í Sólgörðum. Um hádegið komu þau í Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og ræddu við nemendur á sal. Frá Sauðárkróki héldu þau síðan að Stóru Giljá í Húnaþingi.

Myndir af vefnum Forseti.is   Þar má líka skoða fleiri myndir úr heimsókninni.