Heimir og Eiður heiðraðir á Sjómannadaginn

0
214

Sjómennirnir, Eiður Gunnlaugsson og Heimir Bessason voru heiðraðir í dag fyrir farsæla sjómennsku en þeir hafa stundað sjómennsku í áratugi frá Húsavík. Athöfnin fór fram á Fosshótel Húsavík þar sem Sjómannadagskaffi Slysavarnardeildar kvenna fór fram. Fjölmenni var í kaffinu. Sjómannadeild Framsýnar sá um heiðrunina. Frá þessu er sagt á vef Framsýnar-stéttarfélags.

Það var klappað vel og lengi í dag til heiðurs Heimi Bessasyni og Eiði Gunnlaugssyni sem voru heiðraðir í dag á Húsavík en þeir hafa stundað sjómennsku í áratugi. Mynd af vef Framsýnar.
Það var klappað vel og lengi í dag til heiðurs Heimi Bessasyni og Eiði Gunnlaugssyni sem voru heiðraðir í dag á Húsavík en þeir hafa stundað sjómennsku í áratugi. Mynd af vef Framsýnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá umfjöllun Aðalsteins Á. Baldurssonar um heiðursmennina sem hann flutti í dag.