Heimboð á Jónsmessunótt – Dimmuborgir Mývatnssveit

0
172

Jólasveinarnir í Dimmuborgum bjóða gestum og gangandi í heimsókn í helli í Dimmuborgum á Jónsmessunótt. Heimboðið verður 23. júní frá kl. 22-01.00. Þá verður mikil gleði þar sem jólasveinarnin taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur.

janv-9835Það er óhætt að segja að það ríkir mikil spenna í helli jólasveinanna vegna þessa heimboðs en þeir eru á fullu að vinna í undirbúningi. Til að hjálpa gestum að finna hellinn verða sett upp skilti í Dimmuborgum sem vísa veginn og settur verður upp baukur þar sem gestir eldri en 18 ára greiða kr.1.000,-fyrir heimsóknina.

Jólasveinarnir hvetja alla til að taka nóttina frá og koma í heimsókn í Dimmuborgir.
Nánari upplýsingar verða birtar á vef Mývatnsstofu www.visitmyvatn.is

[scroll-popup-html id=”12″]