Heimaslóð – Efling búskapar í héraði

0
168

Búnaðarsamböndin í Þingeyjarsýslum og formenn búgreinafélaganna í suðursýslunni hafa á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem nefnt hefur verið Heimaslóð. Markimiðið er að efla búskap og stuðla að jákvæðri þróun í landbúnaði í héraði í samstarfi við Sparisjóð Suður-Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins.

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Verkefnið var lauslega kynnt á aðalfundi BSSÞ í vetur og síðan hefur verið unnið áfram að framgangi málsins. Nýlega var Unnsteinn Snorri Snorrason ráðinn til að stýra verkefninu og halda utan um ýmsa þætti varðandi skipulagningu þess.

Sl. fimmtudagskvöld var haldinn kynningarfundur á verkefninu að Ýdölum þar sem ma. Unnsteinn Snorri verkefnisstjóri og fulltrúar frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga kynntu verkefnið fyrir fundargestum.

Unnsteinn Snorri, sem er MS-gráðu í búvísindum og hefur starfað um árabil við ráðgjöf á sviði landbúnaðarbygginga og bútækni, sagði í spjalli við 641.is að viðtökur bænda á svæðinu hefðu verið mjög góðar því rúmlega bændur 30 hefðu þegar skráð sig til þátttöku í verkefninu.

Unnsteinn Snorri reiknar með því að hefja störf um miðjan næsta mánuð og þá mun hann heimsækja alla þá sem eru búnir að skrá sig í verkefnið og gefa þeim góð ráð. Unnsteinn mun veita ráðgjöf vegna allskonar verkefna hvort sem þau tengjast hefðbundnum landbúnaði eða nýjungum, svo sem heimavinnslu afurða eða ferðaþjónustu.

Unnsteinn Snorri Snorrason
Unnsteinn Snorri Snorrason

 

Hann mun veita ráðgjöf bæði til þeirra sem stefna á umfangsmiklar framkvæmdir eða fyrir þá sem huga að smærri framkvæmdum.

Þeir sem vilja skrá sig í verkefnið geta haft samband við Unnstein Snorra með tölvupósti á netfangið unsnsn@gmail.com