Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hlýtur sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun 2014

0
103

Þann 22. maí voru voru kynntar niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins 2014 í Hörpunni. Á þeirri samkomu fékk Heilbrigðisstofnun Þingeyinga(HÞ) sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun.

fyrirmyndarstofnun 2014

 

Er þetta niðurstaða úr könnun sem starfsfólk HÞ tók þátt í vetur ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum. Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.(sjá sfr.is)

 

 

Í hverjum stærðarflokki hlutu efstu stofnanirnar sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Í flokki stærstu stofnana voru valdar fimm fyrirmyndarstofnanir. Þær voru Sjálfsbjargarheimilið, Ríkisskattstjóri, Sérstakur saksóknari, Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.

Þetta er satt að segja flottur árangur hjá HÞ sé horft til þess að líklega hafi fáar stofnanir á síðustu árum þurft að glíma við viðlíka kröfu um hagræðingu. En á undanförnum árum hafa starfsmenn HÞ þurft að lækka kostnað um vel á þriðja tug prósenta. Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða sem hafa breytt tekjum og/eða starfssviði starfsmanna.

Starfsmönnum hefur tekist þrátt fyrir erfiðleika að vinna saman sem eitt lið og halda þeim góða vinnuanda sem hefur einkennt HÞ í svo mörg ár.

Til hamingju starfsmenn HÞ.