Heiða Guðmundsdóttir sem skipaði 5. sæti á A-lista Samstöðu og Ragnar Bjarnason sem skipaði 1. sætið á T-lista Sveitunga, koma ný inn í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Þetta varð ljóst nú í kvöld þegar úrslit úr sveitarstjórnarkosningunum lágu fyrir.
Nýja sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skipa.
Arnór Benónýsson A-lista
Margrét Bjarnadóttir A-lista
Árni Pétur Hilmarsson A-lista
Ásvaldur Þormóðsson A-lista
Heiða Guðmundsdóttir A-lista
Ragnar Bjarnason T-lista
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson T-lista