Heiða og Jón Ingi settu heimsmet í stígvélakasti

0
233

Þingeyingarnir Aðalheiður Kjartansdóttir og Jón Ingi Guðmundsson urðu í dag fyrstu Íslandmeistarar í Stígvélakasti á Landsmóti 50+ sem stendur núna yfir á Húsavík. Jón Ingi kastaði 27,5 metra í karlaflokki og Aðalheiður Kjartansdóttir kastaði 18,91 metra í kvennaflokki.

Aðalheiður Kjartansdóttir með gullið
Aðalheiður Kjartansdóttir með gullið

Reinhard Reynisson HSÞ varð annar í karla flokki með kasti uppá 26,22 metra og Karl Lúðvíksson UMSS þriðji með 23,86 m.

Samkvæmt öruggum heimildum 641.is settu þau Aðalheiður og Jón Ingi bæði evrópu og heimsmet með frammistöðu sinni á Landsmóti 50+ í dag.

Hér má skoða öll úrslit á Landsmóti 50+