Haustmessa í Þorgeirskirkju

0
108

Haustmessa svokölluð, verður í Þorgeirskirkju við Ljósavatn sunnudaginn 9. október kl. 14.00.

Haustmessa þessi er sameiginleg messa fyrir Háls-Ljósavatns-og Lundarbrekkusóknir.  Kirkjukórar syngja saman undir stjórn Valmars Valjaots. Þarna verða sungnir barnasálmar einvörðungu og við þökkum fyrir gott haust, góða uppskeru og biðjum góðan Guð um að gefa áframhaldandi bjarta og milda tíð.

Gengið verður að borði Drottins.

Fermingarbörn eru hvött til að mæta með fjölskyldum sínum. Sjáumst í haustmessu!

Bolli Pétur Bollason

Þorgeirskirkja