
Haustgleði Þingeyjarskóla var haldin að Ýdölum í gærkvöld að viðstöddu fjölmenni. Unglingadeild og 2.-3. bekkur Þingeyjarskóla sýndi leikritið Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren. Með hlutverk Línu Langsokks fór Jana Valborg Bjarnadóttir og gerði hún mjög stóru hlutverki mjög góð skil. Leikritið var hin fínasta skemmtun og skiluðu allir nemendur sínum hlutverkum með ágætum.

Guðrún Gísladóttir, Benóný Arnórsson og Kristjana Freydís Stefánsdóttir fóru með hlutverk Önnu, Tomma og frú Prússólín.
Tónlistarflutningur var í höndum nemenda unglingadeildar skólans
Að leiksýningu lokinni var dansað til miðnættis..
Meðfylgjandi myndir voru teknar á sýningunni og hægt er að skoða stærri útgáfu af þeim með því að smella á þær.




Hlutverk og leikarar:
Lína Langsokkur Jana Valborg Bjarnadóttir
Anna Guðrún Gísladóttir
Tommi Benóný Arnórsson
Herra Níels Stefán Óli Hallgrímsson
Frú Prússólín Kristjana Freydís Stefánsdóttir
Kennslukona Olivia Konstancja Statkiewicz
Hængur Hrund Benediktsdóttir
Klængur Gerður Björg Harðardóttir
Glúmur/Háseti Tístran Blær Karlsson
Glámur/Langsokkur Hermann Hólmgeirsson
Mamman/Hestur Sigurjóna Kristjánsdóttir
Frú Grenjstað/nemandi Inga Sigurrós Þórisdóttir
Nemandi Aþena Sól Káradóttir
Adolf sterki/gítar Pétur Smári Víðisson
Umboðsmaður/trommur Eyþór Alexander Hallsson
Bassi Gunnsteinn Sæþórsson
Hljómborð Stefán Bogi Aðasteinsson
Hásetar: Ellert Guðni, Gunnar Flóvent, Jón Andri, Pétur Friðrik, Sváfnir og Viktor Breki.
Skólabörn og fínar “frýr”: Aldís Ósk, Dagrún Inga, Dóra Kristín, Elva Rut, Hildur Helga, Ingibjörg Arna og Matthildur Marín.