Haustgleði Þingeyjarskóla annað kvöld

0
68

Haustgleði Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum á morgun, föstudaginn 6.nóvember og hefst klukkan 20:00. Unglingadeild og 2.-3. bekkur setur upp leikritið Lína langsokkur byggt á sögu Astrid Lindgren.

Þingeyjarskóli

Að leiksýningu lokinni verður dansleikur til miðnættis. Miðaverð 1500 krónur fyrir fullorðna og krónur 500 fyrir börn á grunnskólaaldri utan skólasvæðis Þingeyjarskóla.

ATH.! Ekki er hægt að greiða með korti.

 

Allir hjartanlega velkomnir. Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.