Haustgleði Þingeyjarskóla á föstudagskvöld

0
116

Haustgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum föstudaginn 21. október og hefst klukkan 20:00. Sett verður upp leikritið Bugsy Malone eftir Alan Parker í þýðingu Guðjóns Sigvaldasonar. Tónlist eftir Paul Williams. Að lokinni sýningu verður dansleikur og dansað fram eftir kvöldi.

Frá Haustgleði Þingeyjarskóla 2015
Frá Haustgleði Þingeyjarskóla 2015

Miðaverð 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á skólaldri. Frítt fyrir börn á leikskólaaldri og nemendur Þingeyjarskóla. ATH.! Ekki er hægt að greiða með korti. Sjoppa á staðnum.

 

Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla