Haustgleði Þingeyjarskóla á föstudagskvöld

0
182

Haustgleði grunn- og tónlistarskóladeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum
föstudaginn 20. október og hefst klukkan 20:00. Sett verður upp leikritið „HONK“ saga af ljótum andarunga – eggjandi gleðisöngleikur fyrir alla fjölskylduna eftir George Stiles og Anthony Drewe. Íslenskun og aðlögun: Gísli Rúnar Jónsson

Miðaverð 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn á skólaaldri.
Frítt fyrir börn á leikskólaaldri og grunnskólanemendur Þingeyjarsveitar.

Aukasýning þriðjudaginn 24. október kl. 20:00

ATH. Ekki er hægt að greiða með korti.
Sjoppa á staðnum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla