Hátíðaragskrá var haldin vegna 1. des, í Þróttó á Laugum sl. föstudag, þar sem öll skólastig mættu til að eiga góða stund og skemmta hvoru öðru. Hanna Sigrún kennari kynnti dagskránna sem var ekki af verri endanum.

Nemendur úr leikskólanum Krílabæ sungu lagið Krúsilíus, lag og texti er eftir Reykdælinginn Aðalstein Ásberg Sigurðsson.Stefán Bogi Aðalsteinsson lék Prelúdíu í C-dúr e. Johann Sebastian Bach.
Pála, Sigríður og Jói, nemendur í uppeldisfræði við Framhaldsskólann á Laugumm gerðu stutta mynd um Rauðhettu.

Þrastarungar, kór nemenda í 1. – 5. bekk sungu lagið “Hvínandi vindur”, lag og texti eru eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson
Atriði frá uppeldisfræðinemum, þar sem Elma, Matthildur og Elísabet tóku viðtöl við börn um leiki og leikföng.

Laugaþrestir, kór nemenda í 6. – 10. bekk sungu lagið “Sjómannsvísa” sem heitir á frummálinu “Vem kan segla för utan vind”. Texti er eftir Jón Aðalsteinsson og var hann kennari við Litlulaugaskóla í áratugi.
Sjá fleiri myndir á Laugar.is