Hátíð til heiðurs Frú Elísabet frá Grenjaðarstað

0
372

Á kvenréttindadaginn þann 19. júní næstkomandi verður hátíðardagskrá í Hofi til heiðurs frú Elísabetu frá Grenjaðarstað á 150 aldursári hennar. Þar verða tónverk hennar flutt og einnig frumsýnd heimildamynd um ævi hennar.

Á sínum tíma var Elísabet menningarforkólfur á svæðinu öllu og færði tónlist og söng í líf sveitunga sinna á tímum þar sem ekkert útvarp var til. Hún var kvenréttindakona, organisti, tónskáld og prestfrú á Grenjaðarstað á árunum 1907-1931.

Þær Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir frá Hellulandi, Anna Sæunn Ólafsdóttir frá Bjarnastöðum og Jenný Lára Arnórsdóttir frá Laugum hafa starfað saman að því síðustu þrjú ár, ásamt öðru góðu fólki, að gera ævi þessara merku konu þau skil sem henni sæma.

Tónlist hennar kom út á streymisveitunni Spotify 1. janúar síðastliðin en þann dag hefði frúin orðið 150 ára gömul. Þessa dagana fer fram söfnun á Karolinafund til þess að klára að fjármagna heimildamyndina og þar má lesa nánar um ævi þessarrar stórmerkilegu konu.

https://www.karolinafund.com/project/view/2439

Á myndinni má sjá heimilisfólkið á Grenjaðarstað fyrir um 100 árum síðan. Frúin stendur lengst til hægri.