Harpa Benediktsdóttir vann sigur í Tónkvíslinni 2014, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í íþróttahúsinu á Laugum sl. laugardagskvöld. Harpa sögn lagið “Who you are” með Jessie J. Í öðru sæti varð Elvar Baldvinsson sem sögn lagið “Automobile” með Kaleo og í þriðja sæti varð Ágústa Skúladóttir sem sögn lagið “I will survive” með Gloria Gaynor.

Í keppni grunnskólanna sigraði Alexandra Dögg Einarsdóttir Borgarhólsskóla með lagið “Impossible” með Shontelle. Í öðru sæti varð Gabríella Sól Magnúsdóttir Vopanfjarðarskóla með laginu “All in my head” með Tori Kelly og í þriðja sæti varð Emilía Guðrún Brynjarsdóttir Borgarhólsskóla sem sögn lagið “Wake my up” með Avicii.

Herbert Guðmundsson var leynigesturinn og söng hann nokkur lög á meðan að dómnefndin komst að niðurstöðu. Tónkvíslin í ár var óvenju glæsileg en 540 manns sóttu hátíðina að þessu sinni sem er met.


Myndböndin af sigurlögunum verða birt hér á 641.is um leið og þau verða aðgengileg.