Harpa og Alexandra sigurvegarar Tónkvíslarinnar 2014

0
207

Harpa Benediktsdóttir vann sigur í Tónkvíslinni 2014, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í íþróttahúsinu á Laugum sl. laugardagskvöld. Harpa sögn lagið “Who you are” með Jessie J. Í öðru sæti varð Elvar Baldvinsson sem sögn lagið “Automobile” með Kaleo og í þriðja sæti varð Ágústa Skúladóttir sem sögn lagið “I will survive” með Gloria Gaynor.

Harpa Benediktsdóttir. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Harpa Benediktsdóttir. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson

Í keppni grunnskólanna sigraði Alexandra Dögg Einarsdóttir Borgarhólsskóla með lagið “Impossible” með Shontelle. Í öðru sæti varð Gabríella Sól Magnúsdóttir Vopanfjarðarskóla með laginu “All in my head” með Tori Kelly og í þriðja sæti varð Emilía Guðrún Brynjarsdóttir Borgarhólsskóla sem sögn lagið “Wake my up” með Avicii.

Alexsandra
Alexandra Dögg Einarsdóttir. Mynd Örlygur Hnefill Örlygsson.

 

Herbert Guðmundsson var leynigesturinn og söng hann nokkur lög á meðan að dómnefndin komst að niðurstöðu. Tónkvíslin í ár var óvenju glæsileg en 540 manns sóttu hátíðina að þessu sinni sem er met.

Glæsileg Tónkvísl. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Glæsileg Tónkvísl. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Herbert  Guðmundsson. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson
Herbert Guðmundsson. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson

Myndböndin af sigurlögunum verða birt hér á 641.is um leið og þau verða aðgengileg.