Hár styrkur SO2 mælist á Húsavík og nágrenni

0
140

Nú mælist styrkur SO2 á Húsavík og nágrenni yfir 4000 µg/m³ og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2 mengun á vefsíðunni loftgæði.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosiðhttp://avd.is/is/?page_id=730  má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengun. Send hafa verið út SMS viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.

Mengunarspá fyrir 4. nóv
Mengunarspá fyrir 4. nóv

Í dag (þriðjudag) er búist við froststillu á gosstöðvunum. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á háum styrk mengunar. Einkum suðvestantil fyrripart dags. Þegar kemur fram á daginn má búast við sunnan- og suðvestan andvara og eru því mestar líkur á mengun á svæðunum norðan og austan við eldstöðina, en gosmóða gerir þó væntanlega vart við sig víðar á landinu.
Á morgun (miðvikudag) berst gasmengun frá eldgosinu til norðurs og austurs. Gæti orðið vart við mengun frá Skagafirði í vestri og austur á Firði.

 

Sjá nánar hér