Hanna Sigrún Helgadóttir framhaldsskólakennari á Laugum, Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur á Grenjaðarstað og Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum koma til með að skipa Útsvarslið Þingeyjarsveitar, en Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sagði frá þessu í bréfi til íbúa í dag.



641.is náði tali af keppendum Þingeyjarsveitar í kvöld og spurði hvernig þetta leggðist í þau. “Þetta verður skemmtilegt og keppnin leggst mjög vel í mig” sagði Hanna Sigrún Helgadóttir. “Ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki” sagði Þorgrímur Daníelsson. “Við förum til þess að vinna eða tapa ella” sagði Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær þau þreyta frumraun sína í keppninni, en greint verður frá því hér á 641.is um leið og það liggur fyrir.