Málþingið Handverk og hönnun – Markaðssetning og verðlagning, fer fram í Seiglu – miðstöð sköpunar, á morgun laugardaginn 18. mars 2017 kl. 11:00-13:30.
Dagskrá:
Hugmynd – hönnun – vara
Birna Kristín Friðriksdóttir hönnuður og eigandi Gjósku segir frá reynslu sinni af tilurð Gjósku, helstu hindrunum
og gefur góð ráð.
Markaðssetning og verðlagning handverks og hönnunar
Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar
Tengslanet – Vefsíða Creative Momentum
Hulda Jónsdóttir verkefnastjóri Creative Momentum
Þátttaka á málþinginu er endurgjaldslaus en skráning fer fram á netfanginu: anita@thingeyjarsveit.is
Viðburðurinn er samstarf Seiglu – miðstöð sköpunar og Norðurslóðaverkefnisins Creative Momentum sem er á vegum Eyþings. Seigla er eitt af skapandi rýmum (Creative spaces) sem taka þátt í verkefninu.
Sunneva Hafsteinsdóttir býður upp á ráðgjafaviðtöl að lokinni dagskrá.
Tilgreina þarf við skráningu hvort óskað er eftir ráðgjafaviðtali.