Halla Bergþóra Björnsdóttir skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra

0
674

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Höllu Bergþóru Björnsdóttur  í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Frá þessu segir á vef Innanríkisráðaneytisins í dag.

Halla Bergþóra Björnsdóttir
Halla Bergþóra Björnsdóttir frá Laxamýri.

Þá hefur ráðherra í kjölfar niðurstöðu sérstakrar valnefndar tilkynnt um skipan í embætti lögreglustjóra í nýjum umdæmum. Samkvæmt nýjum lögum verður lögregluumdæmum fækkað úr 15 í níu og mun breytingin taka gildi um næstu áramót.

Skipan í embætti lögreglustjóra verður sem hér segir:

  • Lögreglustjóri á Suðurlandi: Kjartan Þorkelsson.
  • Lögreglustjóri á Austurlandi: Inger L. Jónsdóttir.
  • Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra: Halla Bergþóra Björnsdóttir.
  • Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra: Páll Björnsson.
  • Lögreglustjóri á Vesturlandi: Úlfar Lúðvíksson.
  • Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu: Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
  • Lögreglustjóri á Suðurnesjum: Ólafur Helgi Kjartansson.

Tvö embætti lögreglustjóra verða auglýst á næstu dögum, embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum.

Sjá nánar á vef Innanríksiráðaneytisins.