Hálfvitar bjóða upp á nýtt og gamalt á þeim Græna

0
77

Ljótu hálfvitarnir ætla að slútta þorranum með tónleikum á Græna hattinum á Akureyri föstudaginn 22. og laugardaginn 23. febrúar. Þar sem þeir hyggjast m.a. kynna fyrir norðanmönnum súrt, feitt og illa lyktandi efni af plötu sem þeir eru með í smíðum og hyggjast gefa út á vormánuðum.

Ljótu Hálfvitarnir
Ljótu Hálfvitarnir

 

Hljómsveitin hefur m.a. dvalið í einangrunarstöð í Borgarfirðinum við lagasmíðar, æfingar og hálfvitalegar helgiathafnir til undirbúnings þessara þjóðlegu rétta.

 

Eitthvað af klassískum krásum fær þó að fljóta með, svona fyrir þá sem eru með viðkvæmt þefskyn og íhaldssaman smekk.

Að vanda byrjar spilamennskan um tíuleytið en miðasalan opnar klukkutíma fyrr.

Forsala er Í Eymundsson á Akureyri og á Miði.is.