Sjaldgæf veðrabrigði urðu í Ljósavatnsskarði um hádegisbil. Kolgrátt ský gekk yfir með heljarinnar þrumum, eldingum og hagléli. Það gránaði í fjöll í Skarðinu, litlir lækir stækkuðu og breyttu um lit og urðu mórauðir á örskotsstundu. Fréttaritari var á ferð í Kinninni með óopinberan hitamæli á bílnum sem sýndi 15°c við Ljósvetningabúð, við Stórutjarnaskóla féll hitastigið niður í 7°c ca. 16 km. á milli þessara staða. Haglélin voru stærri en 8 mm skrúfbolti sem fréttaritari miðaði við.



