Haglél 18mm að stærð.

0
374

Þegar þrumveðrið gekk yfir Ljósavatnsskarð á miðvikudaginn varð tjón á bænum Vatnsenda, vegna haglélsins sem fylgdi veðrinu. Þegar verst lét dundu högl á húsum og tækjum sem voru 18 mm að stærð. Helgi Ingason sem fæddur er og uppalinn á Vatnsenda sagðist aldrei hafa séð annað eins og hafi vart ætlað að trúa eigin augum. Þak á gróðurhúsi með báruplasti eyðilagðist alveg, það er allt í götum eftir höglin, einnig stórsér á gróðurkassa. Helgi sagði að einnig hefði lakkið á heimilisbílnum skemmst, líkt og eftir steinkast.

götótt þak
ónýtt gróðurhúsaþak

 

 

 

 

 

 

 

skemmdir á gróðurkassa
skemmdir á gróðurkassa

 

 

 

 

 

 

 

Höglin sem mæld voru reyndust 18mm
Höglin sem mæld voru reyndust 18mm

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar tók: Jón Ingason landpóstur.