Hafrún Kolbeinsdóttir í úrslit í The Voice

0
380

Þingeyingurinn Hafrún Kolbeinsdóttir sem búsett hefur verið í Þýskalandi í rúmt ár ákvað að slá til og skráði sig til leiks í áheyrna-prufur í þáttunum The Voice þar í landi. Frá þessu segir á vefnum bleikt.is

Hafrún Kolbeinsdóttir. (skjáskot)
Hafrún Kolbeinsdóttir. (skjáskot)

Hafrún, sem er dóttir Kolbeins Kjartanssonar í Hraunkoti og Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, segir í viðtali við vefsíðuna bleikt.is segir að þátturinn gangi út á það að keppendur sanni sönghæfileika sína fyrir framan dómara, sem sjá samt sem áður ekki útlit keppanda og þess vegna dæmt einungis út frá rödd þeirra. Líkt og sést á myndbandinu hér fyrir neðan heillaði Hafrún dómarana upp úr skónum og sneru þar með tveir dómarar sér við, sem gerir það að verkum að Hafrún er þegar komin í 70 manna úrslit. Hægt er að fylgjast með þátttöku hennar í The Voice áFacebook-síðu hennar.

Hafrún Kolbeinsd. 2
Foreldrar Hafrúnar fögnuðu góðu gegni. (skjáskot)