Hafdís tilnefnd sem íþróttamaður ársins

0
100

Sam­tök íþróttaf­rétta­manna hafa op­in­berað hvaða tíu ein­stak­ling­ar eru í efstu sæt­un­um í kjöri þeirra á íþrótta­manni árs­ins 2014. Jafn­framt hverj­ir eru í efstu þrem­ur sæt­un­um í kjöri sam­tak­anna á þjálf­ara árs­ins og liði árs­ins 2014. Þingeyingurinn Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþóttakona er í þessum hóp og sagðist Hafdís vera algjörlega í skýjunum með það að vera tilnefnd og sagði þetta vera mikinn heiðurfyrir sig, í spjalli við 641.is í dag.

Hafdís Sigurðardóttir varð líka íþróttamaður HSÞ á sínum tíma.
Hafdís Sigurðardóttir varð oft íþróttamaður HSÞ.

 

 

Kjör­inu verður lýst laug­ar­dags­kvöldið 3. janú­ar og þá kem­ur í ljós hver það er sem hrepp­ir titil­inn eft­ir­sótta, íþróttamaður árs­ins 2014. Á síðasta ári var það knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson sem varð fyr­ir val­inu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir tíu sem urðu í efstu sæt­un­um eru eft­ir­tald­ir, í staf­rófs­röð:

Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leik­ur
Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, sund
Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur
Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna
Haf­dís Sig­urðardótt­ir, frjálsíþrótt­ir
Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir, sund
Jón Arn­ór Stef­áns­son, körfuknatt­leik­ur
Jón Mar­geir Sverris­son, sund fatlaðra
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna
Sif Páls­dótt­ir, fim­leik­ar

Nánar á mbl.is