Hafdís sló enn eitt metið

0
77

Hafdís Sigurðardóttir setti Íslandsmet í 60m hlaupi á Sumarleikum HSÞ á Laugum sem fram fóru um sl. helgi. Hún hljóp á tímanum 7,68 en eldra Íslandsmetið var 7,80. Þetta er þriðja Íslandsmetið sem Hafdís slær á þessu ári.

Hafdís á Sumarleikum HSÞ fyrir nokkrum árum.
Hafdís á Sumarleikum HSÞ fyrir nokkrum árum.

 

Frá þessu er sagt á Frjálsíþróttavef HSÞ .

“Glæsilegur árangur í fyrstu grein dagsins og til hamingju Hafdís”, segir á frjálsíþróttavef HSÞ.